9/09/2005

Snókerinn.


Fór í snóker með Frikka gullsmíðandisjómannshetju í gær, það voru teknir þrír rammar og endaði 2-1 fyrir mér. Frikki spilaði af stakri snilld í gær og það munaði litlu að þetta endaði 2-1 fyrir hann. Það sem toppaði þetta var þegar að ég skutlaði honum heim þá vorum við að spjalla fyrir utan híbýli hanns þegar að síðhærður umhverfisverndarsinni í smekkbuxum bankaði á gluggann hjá mér og sagði “ do you think it´s good for the enviroment to keep the car running” með óblíðri röddu. Greyið hefur verið búið að manna sig upp í þetta í nokkrar mínútur. Ég svaraði að hann hefði rétt fyrir sér og drap á opelnum. Eins gott að þetta var ekki tíu árum fyrr, þá hefði maður ekki orðið við þessari beiðni sökum vanþroska. Annars sagði Frikki mér að þessi gaur sé búinn að vera að smíða pall í garðinum hjá sér í þrjú ár með litlum árangri en ég vill ekki gera lítið úr umhverfisverndarsinnanum nema það að pallurinn stenst ekki sjónmengunarprófið þar sem safnað hefur verið saman mismunandi spreki til að koma honum upp. Ég vona að umhverfisverndarsinninn hafi það gott í dag, hann hefur sannarlega rétt fyrir sér, maður á ekki að láta bílinn ganga út í eitt þegar maður getur einfaldlega drepið á honum. Tala nú ekki um það hvað bensínið kostar, hugsanlega hefur 7 mínútna stopp með bílinn í gangi kostað 217 krónur miðað við gengi dagsins í gær.

Annars var brjálað að gera í vinnu í gær og svo fór ég á hraða ljóssins í skólann. Hjördís var í sófanum í gærkveldi og dj-aðist á fjarstýringunni og fann eitthvað sniðugt til að horfa á. Toppurinn var að við rákumst á nýjan þátt af Alias sem virðist vera ný sería af þessum annars frábæra þætti. Það er fínt að fá góðan fimmtudagsþátt á skjáinn. Klementína var hress í gær í maganum á mömmu sinni, hún dansaði alveg rosalega mikið þegar við vorum að fara sofa, dugleg alltaf þessi dúlla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home