Og hún er lent...
Hjördís er komin heim loksins, nú þarf ég ekki að sofa í stofunni í nótt, ég hef sofið þar síðustu nætur þar sem hún var ekki á heimilinu. Ástæðan er einföld, rúmið er allt of stórt fyrir eina persónu og það er líka svo gott að sofna út frá sjónvarpinu. Ég vaknaði nokkuð snemma í dag og fékk mér kaffi og hlustaði á útvarpið, eitthvað laugardagsþema á rás 1 sem fór inn um eitt og út um annað. Jú það var ferðasaga einhverrar konu sem ferðaðist einhverja ævintýraferð fyrir löngu síðan. Eyru mín sperrtust þegar hún minntist á að hafa verið í 50 gráðum einhversstaðar, ég þekki það. Ég skellti mér í sund með eldri kynslóðinni um tíu leytið. Prófaði að minnast á veðrið við sjötíuogeitthvað en hann vildi ekkert tala meira um það, ég held að ég hafi truflað einhverja íhugun hjá honum. Ég fór sjálfur í smá íhugun og slakaði á í annars frábæru veðri. Eftir þetta fór ég að standsetja smá grilldag í fyrirtækinu sem ég vinn hjá og það var þokkaleg stemning þar, aðallega hjá yngri kynslóðinni sem gat sporðrennt pylsum eftir hverja ferð í hoppikastala. Ég stakk svo af og skellti mér til Keflavíkur að pikka upp dömurnar sem komu frá Stokkhólmi. Ég fékk peysu að gjöf frá Hjördísi, rosalega flott peysa sem hún keypti í búð á söder. Svo var haldið í hlíðarnar og slakað á. Við erum að horfa á Woody Allen í einhverju af sínu vanalega maníukasti, þvílíkur snillingur.
Morgundagurinn býður upp á lærdóm sem þarf að vera nokkuð stífur þar sem þessi laugardagur fékk að sleppa við hann.
Mamma á afmæli í dag og óska ég henni kærlega til hamingju með daginn..frábært....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home