9/23/2005

Lasinn..

Fór heim úr vinnu á Miðvikudag þar sem ég var orðinn lasinn, ég er að jafna mig en er samt pínu aumur ennþá. Ég þoli ekki að vera ekki 100% og það hefur verið þannig lengi. Erfitt með að slappa af og láta líkamann hvílast í rólegheitunum. Það hefur þó ekki verið um annað að velja þessa daga. Ég hef verið að hlaupa mikið upp á síðkastið og sé nú fram á að þurfa að koma mér aftur í form í rólegheitunum, maður fer á einhvern núllpunkt þegar svona er ástatt. Svo kvartar maður þegar að allt er samt þvílíkt gott og fínt. Hjördís er að vinna og fer sennilega að detta inn um hurðina með Klementínu í maganum. Það er eitthvað svo mikil snilld að vita að því að þær eru að brasa eitthvað saman. Það er þó þannig að maður kippist aðeins við ef heyrist í sírenum hérna í hverfinu. Það breytist sennilega öll svona skynjun við að eignast barn. Ég þekki þetta ekki en það segir sig sjálft þannig lagað. Jæja það er best að gleyma sér ekki í blogginu.
Annars langar mig að sjá úrslitaleikinn í bikarnum á morgunn þar sem mitt nýja lið er í úrslitum, jú maður verður víst að vera Valsmaður þar sem maður býr í hlíðunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home