9/25/2005

Landslagið.

Hjördís dormar í sófanum og ég er að spá í því hvort að Klemma sé vakandi eða sofandi. Ég gleymdi mér aðeins í lestri á dagbókarfærslum Björns Bjarnasonar, rann sennilega yfir síðustu tuttugu daga í lífi hans. Merkilegt þykir mér hvað hann er harðorður í garð margra á þessu dagbókarformi sínu. Ég mæti honum stundum á hlaupum mínum í vatnsmýrinni, hann er þá á labbi með aðstoðarmanni sínum, reyndar hef ég ekki hugmynd um hver þetta er sem er alltaf með honum, kannski er þetta lífvörður eða næringaráðgjafinn hans. Björn var eitthvað að setja út á Hallgrím Helgason og ég hélt að það hefði verið nóg að Davíð hefði tekið Hallgrím á teppið á sínum tíma. Svo fann ég alveg snilldarræðu sem Hallgrímur fór með á þingi ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna 12. mars. 2005. Hér er pistillinn.... Langt síðan ég hef lesið jafn góðan pistil sem lýsir því sem er að gerast hérna í pólítik á Íslandi..
Við fórum í sund í morgun svona rétt til að viðra okkur og skelltum okkur svo í smá matarinnkaup, svo er bara verið að hlaða geymana fyrir vinnuvikuna sem er framundan. Ég var heima nokkra daga þannig að það bíða mín sennilega nokkur verkefni þegar ég mæti á morgun. Maður verður bara að vera jákvæður og hafa gaman af þessu. Tók smá göngutúr áðan þar sem veðrið er svo fallegt þó svo að það sé svolítið kallt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home