Hugmynd dagsins,,
Dagurinn í gær var svona power vaka þar sem ég skaust á flugvöllinn og var vaknaður 04:45. Ég vann til að verða 18:00 og skaust þá heim til að hvíla, svo fékk ég smá maníukast í þrifum og datt svo út rétt fyrir miðnætti. Hjördís hefur það gott í Stokkhólmi en svaf eitthvað illa í kústaskápnum á östermalm. Hún vakti mig í morgun þar sem að hún borðaði morgunmat fyrir sig og Klementínu. Dúllurnar koma heim á morgun og ég verð mættur á flugvöllinn að venju. Ég eyddi smá tíma í gær í að upplýsast um fellibylinn sem gekk yfir USA, horfði á erlendu fréttastöðvarnar keppast um að koma þessu frá sér á sem bestan hátt. Það gengur eitthvað illa að koma þjóðvarðarliðinu á staðinn. Allavega þá sannfærist ég alltaf betur um hvað við búum við frábært loftslag hérna á Íslandi.
Dagurinn í dag hefur verið annsi geggjaður hérna í vinnu og þar af leiðandi er hann að verða búinn. Ég ætla að hreyfa mig eitthvað á eftir svona rétt til að ná svefnvöntun úr kerfinu.
Hef verið að spá í nýrri tækni sem ég vil sjá í öllum fyrirtækjum í framtíðinni. Þetta er svona sambland af því sem til er og smá nýrri forritun. Það sem ég var að hugsa um er starfsfólk sem situr við tölvur allan daginn við hin ýmsu verk. Þetta yrði svona þráðlaust tæki sem tengt yrði við mann þegar maður sest niður. Í tölvunni er þá forrit sem skráir niður hjartslátt, blóðþrýsting og eitthvað fleira. Forritið tekur svo upplýsingar um aðgerðir sem gerðar eru í tölvunni og er einnig tengt símanum sem er að sjálfssögðu með IP tölu. Af þessu öllu saman má svo sjá hvernig álagið hefur áhrif á fólkið á mismunandi tíma dagssins. Einnig sést viðvera við tölvuna þannig að hægt er að sjá hvernig púls og blóðþrýstingur er fyrir mat og eftir mat. Úr þessu ætti að vera hægt að sjá hversu stressað fólk er á mismunandi tímum. Ef að einhverjir eru rosa háir í púls þá er hægt að skoða hvað veldur og fram eftir götunum.
Ef þetta verður komið á vinustaði fljótlega þá átti ég hugmyndina.
Dagurinn í dag hefur verið annsi geggjaður hérna í vinnu og þar af leiðandi er hann að verða búinn. Ég ætla að hreyfa mig eitthvað á eftir svona rétt til að ná svefnvöntun úr kerfinu.
Hef verið að spá í nýrri tækni sem ég vil sjá í öllum fyrirtækjum í framtíðinni. Þetta er svona sambland af því sem til er og smá nýrri forritun. Það sem ég var að hugsa um er starfsfólk sem situr við tölvur allan daginn við hin ýmsu verk. Þetta yrði svona þráðlaust tæki sem tengt yrði við mann þegar maður sest niður. Í tölvunni er þá forrit sem skráir niður hjartslátt, blóðþrýsting og eitthvað fleira. Forritið tekur svo upplýsingar um aðgerðir sem gerðar eru í tölvunni og er einnig tengt símanum sem er að sjálfssögðu með IP tölu. Af þessu öllu saman má svo sjá hvernig álagið hefur áhrif á fólkið á mismunandi tíma dagssins. Einnig sést viðvera við tölvuna þannig að hægt er að sjá hvernig púls og blóðþrýstingur er fyrir mat og eftir mat. Úr þessu ætti að vera hægt að sjá hversu stressað fólk er á mismunandi tímum. Ef að einhverjir eru rosa háir í púls þá er hægt að skoða hvað veldur og fram eftir götunum.
Ef þetta verður komið á vinustaði fljótlega þá átti ég hugmyndina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home