9/04/2005

Græja dagsins..... flott flott
Þetta er það nýjasta og flottasta sem ég hef séð nýlega. Forerunner 301 fyrir langhlaupara og skokkara og byggir á GPS tækninni. Hlaupatölvan reiknar nákvæmlega hraða, vegalengd og "tempo" (pace) ásamt því að mæla púlsinn og hversu mörgum kaloríum þú brennir á æfingunni.
Samsett úr 2 hlutum, úri og sendi sem mælir púls.

Training Center hugbúnaður fylgir. Með honum sérðu allt sem mælt er og getur líka búið þér til æfingaáætlanir. Hlaupaleiðin er sett inn á Íslandskort sem fylgir með Training Center hugbúnaði.
Hægt að velja um hlaupaæfingar, hjólaæfingar eða annað sport.
Auto Pause™ stoppar sjálfvirkt miðað við ákveðinn hraða og heldur síðan áfram að taka tímann ef hraði fer upp fyrir fyrirfram skilgreind mörk.
Auto Lap™ mælir tíma eftir ákveðna vegalengd. Frábærlega þægilegt á brautaræfingu, þar sem tími er tekinn sjálfvirkt á ákveðnum vegalengdum.
Sýndarhlaupari hjálpar þér að æfa með tíma eða vegalengd sem markmið.
Vatnsþétt á 30 m.
Geymir 5000 tíma í minni eða sem svara allt að 2ja ára æfingatíma.
Hleðslubatterí sem dugar í 14 klst í einu.
USB tengi.
Veit ekki hvort að ég fæ eitthvað fyrir að sýna þetta hérna en þetta er sannarlega græja í lagi...........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home