Það er einhver nettur gebbi í landanum þessa daganna svo ekki sé minna sagt. Það þarf ekkert að útskýra það nánar en þetta virðist ganga í bylgjum og við erum ofarlega á kúrfunni núna. Ég veit ekki hvort það sé tunglstaða eða slæm birgðastaða hjá kjúklingabændum. Það eru sennilega allir að keppast við að borga ekki dagsektir hjá guði ef að eitthvað klikkar.
Hef verið á ágætum námskeiðum síðustu daga, tengist bæði vinnu og almennri skynsemi. Í skólanum er það spænskan sem er mér erfiðust, er alltaf að vonast til að vakna einn morguninn og tala málið reiprennandi, það hefur ekki gerst hingað til og sennilega gerist það ekki. Ég er í mjög skemmtilegum áfanga í sögu þar sem kennaranum tekst að halda fullri athygli í tvo tíma og geri aðrir betur, enda er ekki verið að reyna leggja allar sýslur á minnið eins og gert var í gamla daga, maður er sennilega vel staddur ef þær eru allar í kollinum og ekkert annað. Reyndar áhugaverð pæling sem kom upp í þessu samhengi þar sem að yngri kynslóðin kannast við að þeir sem tóku landspróf segja oft að það hafi sko verið alvöru lærdómur sem hafi reynt meira á fólk miðað við hvað gengur og gerist í dag, er þetta rétt. Sennilega ekki, nú er verið að kenna allan djöfullinn og krakkar þurfa að kunna á allskyns græjur í því sambandi, það er verið að kenna með allskonar margmiðlunargræjum og fólk þarf að hafa fyrir þessu öllu. Annars kemur það líka í ljós að við Íslendingar erum þess gæðum aðnjótandi að flestir hafa unnið við allskonar störf t.d á sumrin og með skóla yfirleitt. Þetta gerir það að verkum að við kunnum ýmislegt og getum bjargað okkur nokkuð vel, Eastwood var eitthvað að hæla okkur fyrir þetta þar sem hann minntist á að þetta væri öðruvísi í USA þar sem að fólk er oft á tíðum ansi einhæft. Kannski alhæfing en ég las einhverntímann eitthvað um það hversu sniðug við værum útfrá því hvað við hefðum snert á mörgum hlutum í lífi okkar.
Er að horfa á skjá einn og það eru ekki góð skilyrði á þessari stöð, varla hægt að horfa á þetta. Annars bara eitthvað hangs hérna á kantinum en ég ætti að vera að lesa greinar og skólabækur en ég er bara eitthvað stjarfur eftir vaktina í dag, þarfnast þess að dorma....
Nýja platan með Cardigans er að detta og það er hægt að sjá nýja myndbandið þeirra á cardigans.com undir media/videos, nenni ekki að linka, þið getið farið þetta sjálf.....
Ég er ennþá spenntur og þá frekar eftir lögunum sem verða sennilega ekki í forgrunni heldur frekar hinum pælingum sem eru oft mjög svo skemmtilegar.
Nýja plata Sigur Rósar hefur runnnið nokkra hringi og ég er svo sannarlega ánægður með þetta hjá þeim, hellings þróun og frábær spilamennska, sánd og annað er konfekt. Maður segir eins og allir aðrir...Takk
Hjördís var að horfa á myndband white stripes Joleen á heimasíðu þeirra um daginn, ég varð alveg húkt á þessu, horfði aftur og aftur, lagið eitt og sér er frábært en sjá þau spila þetta er alveg geðveikt.. Þetta er líka undir videos að sjálfssögðu......
Klementína er að fara í sónar á morgun þannig að vonandi fáum við góða mynd af henni til að dást að... Hjördís er kominn með virkilega stóra bumbu, ég verð að fara að taka mynd til að eiga til minninga um þessa snilld, þetta er bara rosalega gaman.
Síðast en ekki síst,,,, Borgarstjórinn okkar, dííííííííssssuuuss úps batteríið búið.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home