Dagurinn.
Við vorum uppi þokkalega snemma í dag, Hjördís skaust fram að nærast en ég lá aðeins lengur í rúminu. Ég fór svo að læra og Hjördís að vinna, reyndar vann hún heima þannig að við vorum bara í rólegheitunum hérna í stofunni. Ég skellti mér í hlaup og fór 5 km á venjulegum hraða. Eftir þetta sló ég svo garðinn en það er líklega í síðasta skiptið á þessu ári. Ég fór síðan með Hjördísi í göngutúr niður á laugarveg. Við settumst inn á B5 og fengum okkur að éta. Fínasti matur þarna og bara róleg stemning. Eftir þetta var svo labbað heim aftur þar sem hitað var te og slakað á yfir fréttunum. Sannarlega rólegur og góður dagur. Veit ekki hvað er að gerast í garðinum við hliðina á okkur í sama húsi, þau eru búin að vera að slá síðan snemma í dag, hlýtur að vera eitthvað að sláttuvélinni. Annars er það garðurinn í næsta húsi sem hefur ekki verið sleginn í allt sumar, það þar sérmenntaðan garðyrkjumeistara til að redda því kaosi. Annars bara gott að frétta af Klemmu þar sem hún vex og dafnar, hún er búin að vera róleg í dag en fer líklega að hreyfa sig núna þar sem allt er komið í ró hérna hjá okkur. Kannski þarf ég bara að fara og kalla á hana...
Á morgun fer ég á eittvað fínt námskeið í vinnunni sem mun taka hálfan daginn, ég var að fatta það að seinni helming dagsins verð ég að keyra á tvöföldum hraða til að ná upp því sem gerist á meðan ég er í burtu, men det spilar ingen roll...........
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home