7/24/2005

Tjaldferðalagið.

Við ókum af stað út úr bænum um 8 leytið á föstudagskvöld. Það var rosalega gott veður í Reykjavík og við fengum sjokk þegar við keyrðum yfir Hellisheiði í átt að Hveragerði, þar var bara teppi yfir öllu. Við keyrðum inn í þoku og vorum þar í þokkalegan tíma. Við keyrðum að Seljavöllum sem er uppáhaldsstaðurinn okkar þegar að tjaldið er í skottinu. Við tjölduðum um tíu leytið og komum okkur fyrir. Það er ótrúlega fallegt að vera þarna sökum þess hve náttúran er ótrúleg á þessum slóðum. Við fórum ekki seint að sofa og vorum þessvegna vöknuð um átta leytið á laugardagsmorgunn. Ég stökk í smá fjallgöngu meðan að Hjördís las bók og slappaði af. Sundlaugin opnaði á hádegi og þá skelltum við okkur í laugina. Það kom síðan brakandi gott veður með sólskini og öllum græjum. Þarna lágum við bara og slöppuðum af. Við fórum nokkuð snemma af stað í morgunn og fórum í sund á Laugarlandi. Svo keyrðum við í rólegheitum í átt að Reykjavík og stoppuðum aðeins á Selfossi. Þetta var mjög fínn túr og við höfðum gott af þessu. Við vörum með lítið ferðaútvarp sem gerði okkur kleyft að hlusta á Rás 2, hljómar eins og ný uppfinning en þetta er bara svo mikil snilld að hlusta á útvarpið út í náttúrunni okkar.
Við kíktum á spítalann til mömmu þegar við komum í bæinn og hún er bara ótrúlega hress og ánægð með að vera þarna. Besta mál.
Nú er ný vinnuvika að hefjast og hún verður sennilega nokkuð stíf, það eru víst fleiri en ég sem fá sumarfrí, það finnst mér skrýtið.
Kunningjar okkar frá USA koma til landsins á fimmtudag og verður það spennandi, svo er brúðkaup næstu helgi hjá félögum okkar og allt að gerast.
Hlakkar til að fara í klippingu á þriðjudag, verst að ég má ekki vera með emils í kattholti húfuna mína í vinnunni, mundi smellpassa við ljósu jakkafötin mín............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home