7/20/2005

Smáblogg...

Það er allt gott að frétta hérna frá okkur. Mamma er á batavegi eftir veikindi og fer í aðgerð á morgun á spítala í Reykjavík. Ég talaði lengi við Gumma félaga í Noregi áðan og langt síðan maður hafði heyrt í honum. Ekki þarf að koma á óvart að hann er að vinna allt of mikið eins og venjulega. Það væri nú gaman að hoppa til Osló bráðlega. Hef ekki séð borgina skarta sínu fínasta sumarpússi. Ég er búin að slá garðinn í dag og fara út að skokka, einnig tók ég aðeins til hérna heima. DUGLEGUR..... Nóg að gera í vinnu hjá okkur en stefnan er sett á að sofa í tjaldi um helgina. Við ætlum að fara stutt út úr bænum og hafa það gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home