Króatía varð fyrir valinu.
Við erum komin heim eftir eina viku í Króatíu. Við ákváðum með þriggja daga fyrirvara að skella okkur þangað. Við lentum í Trieste á Ítalíu síðasta fimmtudag og fórum þaðan í rútu í gegnum Slóveníu og þaðan til Króatíu. Við fengum fínt hótel í bænum Rovinj, þessi bær kom okkur svo á óvart því hann er rosalega fallegur. Við slökuðum vel á í fínu veðri og lágum við sundlaugarbakkann á daginn. Við löbbuðum yfirleitt í bæinn á kvöldin og horfðum svo á sjónvarpið þangað til við sofnuðum. Þetta kallar maður að slaka vel á. Heimkoman var erfið þar sem við þurftum að vakna klukkan hálf fjögur á íslenskum tíma og skrölta í rútu í nokkra klukkutíma, svo var flugið heim fjórir og hálfur tími. Fluginu var flýtt sökum yfirvofandi verkfalls flugumferðarstjóra á Ítalíu. Það gekk erfiðlega að fara í gegnum flugvöllinn þar sem að þjónustustigið var fyrir neðan frostmark. Við erum þó komin heim og nokkuð sátt. Við förum að vinna á mánudag og það verður skrýtið og gaman.
Allt er að komast í venjulegan gír þannig að er í góðum gír....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home