5/19/2005

Óþolandi úrslit

Ég er alveg miður mín að Selma skyldi ekki komast í úrslit, ég er bara eitthvað tapsár núna. Þetta er eins og þegar að Ítalía tapar í boltanum, þá verð ég alveg sérstaklega pirraður. Hvað um það, ekkert getur maður gert í þessu. Sá að Frikkx er hættur að blogga í bili og þykir mér það miður, verður þess valdandi að dagleg rútína mín fer aðeins úr skorðum en ég fyrirgef það og sýni þessu fullan skilning. Það gengur ágætlega hjá mér í nýju vinnunni og ég er sáttur. Ég er aðallega glaður yfir því að það sé komið sumar. Búin að skokka tvo daga í röð og veitir ekki af þar sem ég er límdur í stól allan daginn. Ground control to major Tom, snilld. Take your protein pills and put your helmet on.
Nú er að koma helgi aftur og spurning hvort að eitthvað verði labbað, sá reyndar flotta gönguferð á Spáni á vefnum, spurning hvort það verði eitthvað skoðað. Æji ég er að kafna af því að horfa á tölvuskjá hérna, nenni ekki að skrifa meira þar sem annað augað er farið að renna út á hlið og ég að renna úr sófanum. Verð í bandi...
Starman waiting in the sky, gítarsóló og lalalalalalala lalallalalaallalalalalaalalalallala,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home