5/15/2005

Maður bloggar

Það hefur verið slegið nýtt met hérna, ekkert blogg í óratíma. Ég kláraði prófin á föstudag, ég ætla ekkert að tjá mig um það fyrr en að niðurstöður liggja fyrir. Satt best að segja líður mér núna eins og kartoni af sígarrettum sem hent hefur verið inn á hlemm. Allur tættur og úfinn, nei ég er bara pínu þreyttur eftir allt saman. Ég er hættur í starfinu mínu og byrja í nýju á þriðjudaginn, það eru því smá breytingar hjá mér og ég vonast til þess að hafa tekið réttar ákvarðanir í því sambandi. Eru ekki allar ákvarðanir réttar þangað til annað kemur í ljós. Hjördís stakk af í fjórar nætur um daginn og var í höfuðborg norðurlandanna. Ég komst að því að þetta var allt of langur tími og er hún vinsamlegast beðinn um að reyna að stytta þessar ferðir eða taka mig með, ég var reyndar í prófum þarnnig að það var ekki option.
Núna erum við á leið í pönnukökur og svo er stefnan sett á Esjuna, nú er tímabilið að hefjast þar sem að hlaupið verður á fjöll. Ég ætla mér að blogga einhverja vitleysu í kvöld þar sem ég verð að losa um ruglið í hausnum á mér....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home