Fréttir af hinu og þessu...
Mér hefur fundist rosalega gaman að takast á við ný verkefni í vinnu síðustu daga, þetta er svona eins og að fara úr þriðju deild upp í þá fyrstu. Stökkið er slatti en það er alltaf hægt að sækja lengra og reyna að komast í úrvalsdeild. Ég er farinn að vinna eðlilegan vinnudag sem spannar átta til níu tíma. Ég hef nú meiri tíma til að eyða með fjölskyldunni minni sem gerir það að verkum að ég fæ meira út úr lífinu samkvæmt staðlinum. Þetta er því ekkert nema gott mál. Það kom rigning í dag sem er í fyrsta skipti síðan 15. maí, það má segja að maður hafi ekki þurft að slá mikið en ég veit ekki hvort það er gott eða vont. Það eru tvær vikur síðan ég kláraði prófin mín og ég náði þeim öllum, ég var ekki að skora hátt en það er í beinu samhengi við yfirvinnutímanna mína á þessari önn, ég ætla ekki að segja frá því hvað þeir voru margir því ég skammast mín fyrir þá. Einhvern tímann þótti maður duglegur en nú á dögum flokkast þetta undir rugl. Það er þó bara þannig að maður verður að klára verkefnin sín ef að maður á að fá einhver verkefni.
Ég varð 31 árs um daginn og það var frábært, svolítið hlutlaus aldur verð ég að segja þar sem að ekkert tugahlaup átti sér stað. Hjördís gaf mér geðveika Diesel style lab skó sem hún keypti í höfuðborg norðurlandanna fyrr í mánuðinum, þeir eru gulir og rokka feitt ásamt því að gera mér kleift að svífa um, það er allt of gott að vera í þeim og ég tala nú ekki um hversu gott er að ganga í þeim. Einnig gaf hún mér góðan rakspíra sem ég veit ekki hvað heitir, jú Jacobsen eða eitthvað svoleiðis, nenni ekki að hlaupa inn á bað. Svo gaf mamma mér lítið nett GPS tæki sem ég er ekkert smá ánægður með, þetta er svona á stærð við GSM síma og virðist vera þvílíkt sniðugt. Ég ætla að taka það með í næsta skokk til að kunna eitthvað þegar að farið verður í næstu göngu. Annars var geisladiskur með tækinu sem inniheldur upplýsingar með tali á íslensku, þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður. Annars reyndi ég að hlusta og fara yfir þetta en mér líður eins og ég sé á skólabekk þegar ég hlusta þannig að það eru smá átök að meðtaka.
Höfuðið á mér er stútfullt af nýjum upplýsingum í sambandi við vinnu, þetta er svona eins og þegar félagi minn í Sverige henti mér á bólakaf í Navision sundlaugina án kúts, ég svamlaði þar í marga mánuði þar til ég náði að kortleggja leiðina að landi og steig á bakkann.
Við erum búin að fara aðeins út úr bænum þrjár helgar í röð þó svo það hafi ekki verið langar ferðir. Esjan og Arnarfell liggja í valnum svo fórum við í heimsókn til Önnu og Vidda í sumarbústað í gær. Bústaðurinn er rétt hjá Laugarvatni þannig að ekki var annað hægt en að skella sér í gufuna þar í gær. Það er svo geðveikt að fara þarna í þessa náttúrulegu gufu. Það er greinilega verið að hreinsa til þarna og það voru kerti út um allt og einhver undursamlegt við að svitna út þarna. Ég væri til í að vera þarna í nokkra klukktíma og endurnærast algjörlega. Ég mæli eindregið með þessu.
Erna og Sigfús giftu sig á laugardaginn og var okkur boðið í þá athöfn. Giftingin var í Garðakirkju og var athöfnin falleg, svo var veislan í Ýmissalnum hérna í hlíðunum. Þetta var 140 manna veisla og stóð hún langt fram á nótt, ég held að við höfum dottið inn um þrjú leytið sem er nokkuð seint á okkar skala. Þetta var allt til fyrirmyndar og skemmtu allir sér þrusuvel.
Nýjasta hugmyndin mín er að fá mér bassa, kannski kassabassa sem væri örugglega fínt stofustáss, eitthvað held ég að síðasta komment falli ekki í kramið en allavega var það alltaf draumur minn að spila á bassa, það er á eftir trommunum. Mér finnst bara allur bassagangur í tónlist þessa daganna vera greinilegri heldur en venjulega þannig að eitthvað kraumar í höfðinu. Kannski er þetta bara svona kreðsa sem verður horfin á næsta flóði. Talandi um flóð þá er farið að styttast í að ég dembi mér í hafið. Ég þyrfti að dýfa mér í vikunni þó svo það verði stutt. Það er eitthvað við að taka fyrstu dýfunna á hverju ári. Sjórinn líklega undir tíu gráðum ennþá. Ég verð bara að herða mig áður en við förum til Stokkhólms því þar skal synt aðeins í vatninu. Ágrímur fór í hafið um daginn og talaði um undarlega sviðatilfinningu í húðinni. Það er einmitt það sem gerist, húðin tekur einhvern kipp við þetta og þetta er svona brunatilfinning. Allavega er markið sett á að hafa dýft sér áður en vikan er liðinn.
Grissam er að sí ess æast í sjónavarpinu og gjörsamlega að færast nær sannleikanum um morðið á einhverjum. Mig langar í klatta.
Hjördís fór með mig á Maru og gaf mér sushi á afmælisdaginn minn, það var eitthvað svo kærkomið því ég var búin að ná mér eftir að fá nett ógeð af sushi eftir Lúndúnarferð okkar hjónanna. Sushi er algjör snilld og Hjördís fær átján punkta fyrir þessa hugmynd á föstudaginn.
Æji það er stundum erfitt að hanga í sófanum heila kvöldstund en ég hef bara gott af því, þetta er svona liður í að slaka á. Ég held ég sé ennþá þreyttur eftir að vaka fram á nótt á laugardaginn, kannski er það tengingin við að vera orðinn gamall. Maður er ekki maður í langar vökur enda stend ég bara upp á rönd og geispa í hring.
Í kvöld var eldað risotta í mávahlíðinni, klikkar ekki og algjör snilld.
Jæja lappinn farinn að hita gallabuxurnar þannig að tími er kominn til að hætta þessu bulli og hlusta á lokaorð Grissams í æinu, sennilega einhver speki í formi brandara sem á að skilja mann eftir í umhugsunarstellingu fram á nótt.
Með von um að allir hafi það gott og að allir hagi sér vel...
Súngam hersveitarforingi.
p.s Hjördís segi að maltöl sé livesaver og ég á eftir að sjá nýju Star Wars myndina.
Ég varð 31 árs um daginn og það var frábært, svolítið hlutlaus aldur verð ég að segja þar sem að ekkert tugahlaup átti sér stað. Hjördís gaf mér geðveika Diesel style lab skó sem hún keypti í höfuðborg norðurlandanna fyrr í mánuðinum, þeir eru gulir og rokka feitt ásamt því að gera mér kleift að svífa um, það er allt of gott að vera í þeim og ég tala nú ekki um hversu gott er að ganga í þeim. Einnig gaf hún mér góðan rakspíra sem ég veit ekki hvað heitir, jú Jacobsen eða eitthvað svoleiðis, nenni ekki að hlaupa inn á bað. Svo gaf mamma mér lítið nett GPS tæki sem ég er ekkert smá ánægður með, þetta er svona á stærð við GSM síma og virðist vera þvílíkt sniðugt. Ég ætla að taka það með í næsta skokk til að kunna eitthvað þegar að farið verður í næstu göngu. Annars var geisladiskur með tækinu sem inniheldur upplýsingar með tali á íslensku, þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður. Annars reyndi ég að hlusta og fara yfir þetta en mér líður eins og ég sé á skólabekk þegar ég hlusta þannig að það eru smá átök að meðtaka.
Höfuðið á mér er stútfullt af nýjum upplýsingum í sambandi við vinnu, þetta er svona eins og þegar félagi minn í Sverige henti mér á bólakaf í Navision sundlaugina án kúts, ég svamlaði þar í marga mánuði þar til ég náði að kortleggja leiðina að landi og steig á bakkann.
Við erum búin að fara aðeins út úr bænum þrjár helgar í röð þó svo það hafi ekki verið langar ferðir. Esjan og Arnarfell liggja í valnum svo fórum við í heimsókn til Önnu og Vidda í sumarbústað í gær. Bústaðurinn er rétt hjá Laugarvatni þannig að ekki var annað hægt en að skella sér í gufuna þar í gær. Það er svo geðveikt að fara þarna í þessa náttúrulegu gufu. Það er greinilega verið að hreinsa til þarna og það voru kerti út um allt og einhver undursamlegt við að svitna út þarna. Ég væri til í að vera þarna í nokkra klukktíma og endurnærast algjörlega. Ég mæli eindregið með þessu.
Erna og Sigfús giftu sig á laugardaginn og var okkur boðið í þá athöfn. Giftingin var í Garðakirkju og var athöfnin falleg, svo var veislan í Ýmissalnum hérna í hlíðunum. Þetta var 140 manna veisla og stóð hún langt fram á nótt, ég held að við höfum dottið inn um þrjú leytið sem er nokkuð seint á okkar skala. Þetta var allt til fyrirmyndar og skemmtu allir sér þrusuvel.
Nýjasta hugmyndin mín er að fá mér bassa, kannski kassabassa sem væri örugglega fínt stofustáss, eitthvað held ég að síðasta komment falli ekki í kramið en allavega var það alltaf draumur minn að spila á bassa, það er á eftir trommunum. Mér finnst bara allur bassagangur í tónlist þessa daganna vera greinilegri heldur en venjulega þannig að eitthvað kraumar í höfðinu. Kannski er þetta bara svona kreðsa sem verður horfin á næsta flóði. Talandi um flóð þá er farið að styttast í að ég dembi mér í hafið. Ég þyrfti að dýfa mér í vikunni þó svo það verði stutt. Það er eitthvað við að taka fyrstu dýfunna á hverju ári. Sjórinn líklega undir tíu gráðum ennþá. Ég verð bara að herða mig áður en við förum til Stokkhólms því þar skal synt aðeins í vatninu. Ágrímur fór í hafið um daginn og talaði um undarlega sviðatilfinningu í húðinni. Það er einmitt það sem gerist, húðin tekur einhvern kipp við þetta og þetta er svona brunatilfinning. Allavega er markið sett á að hafa dýft sér áður en vikan er liðinn.
Grissam er að sí ess æast í sjónavarpinu og gjörsamlega að færast nær sannleikanum um morðið á einhverjum. Mig langar í klatta.
Hjördís fór með mig á Maru og gaf mér sushi á afmælisdaginn minn, það var eitthvað svo kærkomið því ég var búin að ná mér eftir að fá nett ógeð af sushi eftir Lúndúnarferð okkar hjónanna. Sushi er algjör snilld og Hjördís fær átján punkta fyrir þessa hugmynd á föstudaginn.
Æji það er stundum erfitt að hanga í sófanum heila kvöldstund en ég hef bara gott af því, þetta er svona liður í að slaka á. Ég held ég sé ennþá þreyttur eftir að vaka fram á nótt á laugardaginn, kannski er það tengingin við að vera orðinn gamall. Maður er ekki maður í langar vökur enda stend ég bara upp á rönd og geispa í hring.
Í kvöld var eldað risotta í mávahlíðinni, klikkar ekki og algjör snilld.
Jæja lappinn farinn að hita gallabuxurnar þannig að tími er kominn til að hætta þessu bulli og hlusta á lokaorð Grissams í æinu, sennilega einhver speki í formi brandara sem á að skilja mann eftir í umhugsunarstellingu fram á nótt.
Með von um að allir hafi það gott og að allir hagi sér vel...
Súngam hersveitarforingi.
p.s Hjördís segi að maltöl sé livesaver og ég á eftir að sjá nýju Star Wars myndina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home