5/16/2005

Esjan alveg róleg

Það hafði ekki mikið breytst á Esjunni síðan síðast. Við fengum rosalega gott veður í gönguna og skemmtum okkur konunglega. Það var eitthvað við ferska loftið og allt það sem kallar á mann í svona göngum. Við vorum ekkert rosalega lengi að labba þetta núna. Matarboð beið okkar hjá Vidda, Önnu og Tómasi þegar við komum í bæinn. Ekki amalegt að fá snilldar mat þegar að búið er að labba svona. Við sátum svo og spjölluðum aðeins fram á kvöldið og þá var haldið heim. Við horfðum á einhverja leiðinlega mynd og fórum svo að sofa. Við höfum tekið það rólega í dag og sitjum nú í stofunni og hlustum á ABBA, ekki slæmt. Stefnan er sett á bíó á eftir og sjá það sem átti alltaf að sjá á kvikmyndahátíðinni.
Á laugardagskvöldið fórum við á opnun listahátíðar í listasafninu og horfðum á þá dagskrá sem þar var á boðstólnum. Það sem stóð uppúr var Trabant, þvílílkir snillingar eru þetta. Tónlist þeirra og flutningur var algjör snilld.
Í dag er einnig á stefnuskránni að ganga endanlega frá sumarfríinu okkar, við höfum ekki nennt að spá í þessu fram að þessu, ég held reyndar að við nennum því ekkert núna, við verðum bara að gera þetta svo við endum ekki í Norrænu í hringtúr þar sem við fáum ekki einu sinni að fara í land.
Annars ekkert stórkostlegt að gerast nema kannski það að sumarið virðist vera að skella á.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home