LAU _ SUN
GSM síma fékk ég lánaðan til að redda mér í nokkra daga, nú ætla ég að skipta um símafyrirtæki vegna þess að ég ætlaði að vera búin að því fyrir löngu síðan. Kannski pínu heimskulegt að skipta við tvö símafyrirtæki á sama heimilinu. Þetta er líka ekkert mál núna þar sem maður getur haldið símanúmerinu. Það er svo leiðinlegt þegar að einstaklingar eru að skipta um símanúmer eins og villtir menn. Það fylgir ekkert annað með nýju númeri en nýtt númer.
Helgin hefur runnið áfram og við höfum haft það rosalega gott. Matarboð og barnaafmæli sömu helgina á sama staðnum, allt fljótandi í kræsingum og allt alveg rosalega gott.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home