2/28/2005

Helgin....

Helgin rann ótrúlega hratt verð ég að segja, þetta er bara skrýtið. Við ákváðum í gær að skella okkur í bíó, það var kominn tími á að sjá eitthvað af þessum myndum sem voru tilnefndar til óskarsins. Við völdum rétt þegar við ákváðum að sjá Million dollar baby því hún var svo valinn besta myndin í nótt. Þessi var einstaklega góð og snerti vel við manni, það er ekkert hægt að segja um myndina því þá verður það komment spoiler. Annars var þessi helgi svo fín, Frikki hringdi úr kuldanum í London og hljómaði bara þokkalegur. Ég var með strengi dauðans um helgina eins og ég bjóst við. Ég endaði þó ekki eins illa og sumir sem gátu ekki mætt í vinnu í morgun sökum strengja.
Það er rosalegt gluggaveður í Reykjavík núna þar sem hvassviðri er mikið hérna, sjór er úfinn og þotur frá Keflavík eru komnar óeðlilega hátt á loft. Veit ekki hvernig spáin er og ætla svo sem ekkert að gá frekar. Þetta kemur í ljós.
Er að hlusta á Cardigans núna og rólegu lögin sveima um rýmið þannig að ég er rólegur og laus við gargið í fréttamönnum sem keppast við að koma sögum út í hádeginu..
You're The Storm
Oh it's healing bang bang bang
I can hear your cannons call
You've been aiming at my land
Your hungry hammer is falling
And if you want me I'm your country
I'm an angel bored liked hell
And you're a devil meaning well
You steal my lines and you strike me dumb
Come raise your flag upon me
And if you want me
I'm your country
If you win me I'm forever
Oh Yeah

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home