2/24/2005

Ganga
Var að spá í allskonar hlutum á minni stuttu göngu í gær, til dæmis fyrir þá sem að vita ekki hversu hratt þeir eiga að labba þá er Ashes to Ashes lagið með Bowie alveg akkúrat með tempó fyrir þægilegan gönguhraða. Verra er ef að þú ætlar að labba í marga klukkutíma þá getur þú fengið leið á laginu, sem er reyndar mjög ósennilegt ef þú ert með réttu ráði. Núna var ég með geislaspila en ekki kassettu því ég hef ekki búið til nýja ennþá, kannski að ég óski eftir hugmyndum að lagavali fyrir nýja spólu. Spólan er 90 mín þannig að þetta verður að vera gott.
Á leiðinni í vinnu í morgun var verið að spila CCR og mér varð hugsað til Stokkhólms þar sem CCR eiga einn dyggan aðdáenda. Það er ekki slæmt að hlusta á CCR á morgnanna, veit ekki hvort að þeir ná inn á spólu en það má ræða það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home