2/11/2005

Alias

Gat það verið að maður yrði skilinn eftir í formi spurningarmerkis eftir áhorf á síðasta þátt þriðju seríu af Alias. Hvar endar þetta, ég hélt að það yrði smá endarokk en þetta þurfti endilega að verða þannig að maður gekk um gólf og vonaðist til að fá fjórðu seríu senda inn um gluggann af guði sjálfum.
Spjallaði við félaga Stenmark í gær og hann var úberhress að vanda, náði ekki að klára spjallið þar sem RÚV þurfti að vera tímanlega með Alias þáttinn. Ég fór áðan til læknis og það var furðulegasta ferð í heilsugæsluna hingað til, ég er allt í einu kominn með 30% betri heyrn og var bannað að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun forever.... aldrei veit maður neitt, afhverju var engin búin að segja manni það fyrr að það sé alveg út í hött að nota eyrnapinna í eyrun. Misskildi ég þetta eitthvað, til hvers eru eyrnapinnar? ég spyr.
Dagurinn lítur vel út, nóg að gera og helgarfríi frá vinnu framundan. Lærdómur verður þokkalegur sökum prófs á mánudag. Er að hlusta á plötuna Tonk og the lawn með Agli Sæbjörnss, þvílíkur snillingur sem þessi maður er. Platan er bara tær snilld og það sýnir sig að góð tónlist verður ekki til í góðum græjum, ég meina að það er hægt að gera þetta minimal með lítið af græjum og helst heima í stofu. Ég væri til í að Egill snaraði á eina plötu í viðbót, hann á fullt erindi í þessa skemmtilegu flóru sem í gangi er í dag.
Heyrði að fjármálaráðherra er að leita af mismuninum á genginu og útsöluverði í búðum, kannski að hann ætti að setja saman nefnd til að rannsaka þetta, þetta hlýtur að finnast í húsasundi einhversstaðar. Hann var kannski meira að auglýsa eftir þessu og ætti kannski að setja heilsíðu í fréttbréfið sitt Morgunblaðið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home