2/07/2005

Akureyri


Flaug til Akureyrar klukkan átta á laugardaginn og var svo syfjaður að það var ekki fyndið, lenti í vandræðum með digital ísland kvöldið áður. Það var rosalega fallegt veður á Akureyri þennan dag og gaman að sjá hvað bærinn getur verið fallegur ef veður og lýsing spilar með. Ég var að brasa þarna fram eftir degi og hitti svo systur mína hana Lindu of fjölskyldu hennar. Við sátum í rólegheitunum og spjölluðum um heima og geima, mikið gæðafólk þar á ferð og ég stoppaði miklu lengur en ég ætlaði. Ég fór svo bara að sofa enda alveg gjörsamlega búin á því. Mamma er búin að fá sér kaffivél dauðans og ég gjörsamlega sleppti mér í kaffidrykkju. Sunnudagurinn birtist svo nokkuð pirraður og blés vel úr nös. Hópurinn sem var með mér safnaði sér saman og sleppti sér í bernesósu á Bautanum. Svo var farið í Brynju og þar var ís í eftirmat, allar klisjurnar voru þurrmjólkaðar í þessari ferð. Ég átti flug klukkan þrjú og það var ekki víst hvort að veðrið mundi leyfa það. Við biðum á flugvellinum og vonuðumst til að sleppa í flugið svo að við þyrftum ekki að keyra suður til Reykjavíkur. Vélin fór af stað og ég hef ekki lent í jafn klukkaðri flugferð ever, það var ókyrrð alla leiðina og flughræðslan mín fór í að hughreysta sessunaut minn sem að ældi tvisvar á leiðinni. Svona er þetta bara en ég var þokkalega búin eftir þessar 50 mínutúr þarna í loftinu. Það var gott að slaka á í gærkveldi heima í faðmi Hjördísar. Nú er vinnuvikan byrjuð og það verður brjálað að gera hjá mér, ég á eitt próf í kvöld og annað á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home