1/26/2005

Veikur..

Það hefur komið á daginn að ég er heima veikur, ótrúlegt en satt. Ég lét mig hafa það að vera heima og játa mig sigraðan, ekki beint það sem að ég vill viðurkenna. Þetta byrjaði eftir að ég svaf í stofunni vegna hrota sem koma sökum þess að ég var helkvefaður. Ég er búin að liggja í hitamóki hérna í stofunni og horfa á Alias seríuna mína á spænsku. Þetta er svona smá trix til að læra aðeins meira í spænsku, þetta síast inn meðan ég ligg í mókinu. Ég er einnig með hausverk dauðans þannig að þetta er fínn kokteill sem að ég vill losna við NÚNA. Ég sé fram á að ég verði heima á morgun þar sem að ekkert vit er í því að fara hálfveikur í vinnu. Þegar að þetta er staðan þá kemur ekkert vitrænt út úr höfðinu. Hjördís er að verða snillingur í bílamarkaðnum þar sem að hún leitar nú að bíl fyrir mig á netinu. Hún spyr mig fullt af spurningum en nú er þeim að fækka þannig að hún er kominn með eitthvað plott. Ég nenni ekki að fletta á netinu núna þar sem ég er slappur. Var að horfa á nýja myndbandið hennar Bjarkar og það er nett snilld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home