1/04/2005

Ávalur sívalur Opel Record 85.

Merkilegt nokk, Opelinn var eitthvað ósáttur við kuldann og rigninguna. Hann drap bara á sér í gær þegar að ég var að leggja af stað heim úr vinnu. Hann fékk að gista á plani IKEA í nótt og þótti dvölin einmannaleg þar sem hann var eini bílinn þar í nótt. Nú er hann kominn in í vöruhús og er að þurrka sig. Ég á von á því að hann fari í gang á eftir. Hann er duglegur en hann er kominn á tuttugasta aldursárið, ég vona að hann sé bara sáttur. Annars er brjálað að gera hjá mér og menn virðast vera missa sig í látunum. Verð að vinna eitthvað frameftir og vonast til að eiga gott kvöld framundan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home