1/07/2005

Útsölur......
Náði að frelsa einhverja peninga á útsölu í GK í gær. Merkilegt hvað það eru alltaf fínar útsölur í þessari verslun. Er að fara í dag og skrá mig í skólann, þetta er eins og að ákveða hvað maður vill verða stressaður og ruglaður næstu mánuði. Ég ætla að fá fimmta stigs stress og nettan pakka af geðveiki. Svo vill ég fá tvo poka því ég kem þessu ekki í einn. Nei þetta verður stemming ef að ég þekki þetta rétt. Í dag ætla ég að klára þetta og hafa það svo gott. Kannski verður farið í billiard ef að Frikki gull liggur ekki ennþá í hláturskasti síðan í gær þegar að ég sagði honum að hlusta á krypplingssketsið frá Þorsteini Guðmundssyni snillingi. Ég trylltist sjálfur þegar að ég heyrði í gegnum símann" ahh djöfull er mikið í þessu" þá var krypplingurinn að fá sér kók úr dós....
Annars fór ég í bakaríið hjá Jóa Fel í hádeginu og bað um minn vanalega skammt nema að núna var ég spurður hvort að ég vildi fá Diet-kók eða Kók- Light...þetta er nú fyndið en ég held að allstaðar í útlöndum biðji maður um Cola light en ekki diet coke. Man bara að innflutta diet kókið frá Austur Evrópu er ekki mjög gott í samanburði við önnur lönd. Norður Afríska diet kókið var til dæmis betra. Það er ekki sama hvort að þetta er cola light eða cola light. Svo er 1993 árgangurinn alltaf bestur, sennilega verið góð uppskera það árið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home