Trip down the memory lane.
Ég þurfti að taka fjarkann í morgun sökum þess að Opel er sennilega með lungnabólgu. Það var gaman að labba niður á hlemm í kuldanum og bíða í smástund eftir vagninum og skoða fólkið. Ég fer alltaf ósjálfrátt að spá í því hverjir fara út á minni stöð. Sumir eru í góðu skapi aðrir eru eitthvað pirraðir og sumir eru hreinlega sofandi. Ég held að það væri gott ef að allir yrðu að taka einu sinni strætó í mánuði til að átta sig á því hvað það er. Það er mjög gott að sitja og slappa af og þurfa ekki að keyra til tilbreytingar, þetta gefur manni smá næði til að hugsa um hvað er að gerast og einnig að staðsetja sig í tilverunni. Labbið frá húsinu mínu niður á Hlemm er það sama og labbið frá Svartviksslyngu að lestarstöðinni í Sverige, þetta er svona hæfileg tíu mínútna ganga sem kemur öllu kerfinu í gang. Ég væri til í að gera þetta á hverjum morgni en það er að komast úr vinnu sem að rústar þessu alveg. Það er ekkert hægt að stóla á strætó þegar komið er fram á kvöld, því miður. Missi maður af vagninum þá er hálftíma bið eftir næsta og það gengur ekki. Merkilegt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home