1/05/2005

Miðlarnir..
Ég hló mikið á leiðinni í vinnuna í morgun þar sem snillingarnir í Tvíhöfða voru að tala um miðla. Jón lýsti því þegar að manneskja var að spá fyrir hann og þetta var svo mikil snilld. Miðillinn sagði við hann að einhver sterk tenging væri við Bandaríkin og hann hlyti að vera með taugar til þessa lands. Þetta sagði miðillinn eftir að Jón fór úr peysunni, málið er að á bolnum stóð "Made in USA". Ég hef einmitt verið að reyna að útskýra vinnufélögum að þessir miðlar séu bara fólk sem er að reyna að verða sér út um pening á einfaldan hátt. Algengasta spurning sem að kemur þegar að fólk vill ekki trúa að þetta sé svona er ,, Hvernig er hægt að sanna að miðlar og spáfólk séu að rugla". Það er ekki hægt að svara þessari spurningu en ef spurningin er skoðuð aðeins þá kemur í ljós að hún er vitlausari en allt annað sem til er. Ég ætla að vona að mamma sé ekki að lesa þetta.
En hvað um það, búin að kaupa ný kerti og þræði handa Opel og mun setja þetta í seinna í dag. Fyrir þá sem ekki þekkja Grand master Opel Record 85 þá hefur hann komið okkur að góðum notum þar sem ekki voru til peningar fyrir svona djásni á sínum tíma. Nú er kominn Peuogeot sem að Hjördís sprangar á frá degi til dags og ég slepp við að nota vonlaust samgöngukerfi sem að við búum við í Reykjavík. Opelinn ætlar að rokka eitthvað með mér áfram.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home