Magginn
Það er nokkuð þungt ský yfir mér núna en ég hef verið að reyna að blása því burtu. Maður fær ekki allt sem maður biður um en það er bara svoleiðis í teiknimyndum. Haf verið að fara yfir stöðuna og sé margt í henni en það er allt gott. Ég var búin að heita því að gera eitthvað sniðugt í mínu lífi á þessu ári. Ég samdi við sjálfan mig í einum hlaupatúrnum að festast ekki í einhverri leiðinda farsa. Allt er þetta þó tengt því hvaða viðhorf maður hefur, ég er að gera fína hluti og nú er ég að kaffæra mér í að læra. Það er fínt og ég ætla að reyna að halda dampi fram á sumar og klára allar þessar einingar sem ég tók mér fyrir hendur. Ef að ég ætla að klára þennan skóla á þrem önnum þá verð ég að taka allavega 12 einingar á önn sem er alveg hellingur með öllu öðru.
Hvað í andskotanum með þetta væl, ég bara klára þetta. Ég fann á netinu í morgun leið til að stækka Hotmailinn úr 2 mb í 25 mb sem að breytist svo í 250 mb. Þvílík snilld sem gerð er á einfaldan hátt. Tók samt smá séns þar sem þetta hefði getað verið bull. Hér er linkurinn á þessar upplýsingar til að gera þetta. Nú getur maður farið í sumarfríi án þess að spá í því hvort að mailið springi nokkuð á meðan.
Verðum í bandi snillingar..........
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home