Jólagúffið.
Sá í gær í sjónvarpinu að kona góð lá á gólfinu og var að reyna að troða sér í allt of litlar gallabuxur. Þetta átti að vera jólamatnum að kenna. Ég er alveg viss um að í látunum hér þá er fólk ekki að þyngjast um jólin heldur þvert á móti að léttast. Fólk reyndar borðar reykt kjöt og þungt þannig að því líður kannski eins og um margra ára óhóf sé um að ræða. Ég ætla að skoða þetta betur seinna en ég er viss um að ég hef rétt fyrir í þessu. Ef að líkamsræktarstöðvar vilja að ég sleppi þessu þá geta þær sent árskort til mín.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home