1/17/2005

How do you like Greenland.

Trommusettið komið upp í hillu og ljónið í ryðvörn. Það er engin smá dugnaður sem að einn drengur hefur sýnt á nokkrum klukkutímum. Flennifagurt veðrið hefur gert það að verkum að ég er meira en til að skokka þegar ég á rúmlega klukkutíma frímó í skólanum í kvöld. Nú er allt kapp lagt á að koma sér í form til að geta verið í formi. Horfði á þáttinn How do you like Iceland í gær, þvílík snilld að fylgjast með hvernig útlendingar sjá okkur. Ég hló mig máttlausan þegar að verið var að tala um markaðssetningu Íslands á erlendri grund. Við getum verið svo máttlaus í sumum málefnum. Einnig var það skondið þegar að komið var að trúmálum sökum þess að við erum skráð í þessa þjóðkirkju.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home