1/31/2005

Helgin.....

Jæja helgin rúllaði í rólegheitunum, við erum bæði búin að vera frekar slöpp. Horfðum á einhverjar bíómyndir og elduðum okkur góðan mat. Getur varla verið betra miðað við aðstæður. Ég er kominn á kaf í skólann og verkefnin hrannast upp hjá mér. Þetta verður tekið á jákvæðni sem að ég næ mér í einhversstaðar. Annars er ekkert sérstakt þannig lagað, bara þetta venjulega en ef að mér dettur eitthvað sniðugt í hug þá skelli ég því inn.
Sá að RÚV var að sýna Lilja 4-Ever í gær, þetta er ein rosalegasta mynd sem ég hef séð. Ég hef nú básúnað um það hér áður en það er aldrei of oft minnst á svona mola. Ég held að það sé skylda hvers manns að sjá þessa mynd. Það er ekki oft sem að efni mynda ná alveg beint inn á þing eins og í Svíþjóð. "Hvað um allar Liljurnar", er frasi sem heyrist oft á þinginu þar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home