1/01/2005

Fyrsta blogg ársisns 2005............

Jæja, 2005 mætt og veðrið kallt og fallegt. Gærkveldið var frábært heima hjá Önnu, Vidda og Tómasi. Tómas varð þó fyrir því óláni að detta á svelli rétt fyrir klukkan tólf og fá skurð á ennið. Þetta varð til þess að við keyrðum í sprengiregni með hann á slysó þannig að hægt væri að sauma greyið saman. Hann stóð sig eins og hetja í þessu öllu saman en þetta fer í reynslubanka þar sem að ekki hefur maður verið á spítala á áramótum. Eftir þettta keyrðum við aftur á Flókagötu og héldum áfram gleðinni sem stóð til að ganga fimm í nótt. Þegar að heim var komið þá voru einhverjir að skjóta upp flugeldum þannig að ekki var svefnfriður strax. Maturinn sem við fengum í gær var stórkostlegur og samanstóð af mörgum réttum. Við sváfum til klukkan tólf og höfum verið að horfa á annála í sjónvarpinu. Við munum tala því rólega í dag og stefnan er sett á göngutúr. Það var sérstakt að horfa á samantekt frétta frá árinu og fannst mér svo mikið um hræðilega hluti sem hafa verið að gerast út í heimi. Mikið um sprengjutilræði og hörmungar sem hefur leitt til mikils mannfalls og oftar en ekki eru það börn sem verða fyrir þessu.

Hjördís tók saman smá lista yfir það markverðasta á síðasta ári á bloggi sínu og það er gaman að fara svona yfir árið og sjá hvað maður hefur margt til að þakka fyrir. Ég mun aldrei gleyma allri þeirri upplifun sem ég varð fyrir í Túnisferðinni. Svo var Stokkhólmsferðin afar sérstök, það er eki hægt að lýsa því hversu skrýtið það er að vera þar og geta ekki farið heim til sín í íbúð sem við leigðumm á sínum tíma. Við fórum í snilldarbátsferð með Stjóna og fjöl og fengum svo rosalega gott veður. Lo-Fi spilamennskan á árinu var einnig frábær þar sem við fengum lánaða tvo snillinga til að spila með okkur, þetta var bara svo rosalega gaman. Skólinn á árinu var þokkalega erfiður og ég þurfti að taka á stóra mínum til að standast alla áfanga þar sem mikið var að gera í vinnu allt árið.

Árið sem er komið núna verður vonandi spennandi og ég ætla að leggja mig fram um að gera eitthvað spennandi. Ég stend á smá tímamótum þar sem ég hef það á tilfinningunni að ég eigi eftir að breyta til í vinnumálum hjá mér. Mér finnst eins og að ég þurfi að gera eitthvað meira krefjandi, þetta kemur þó í ljós. Ég ætla að leggja mig fram um að styrkja mig bæði andlega og líkamlega. Búið er að gera tvær utanlandsferðir klárar og vonandi dettur sú þriðja inn ef allt gengur að óskum. Ég þarf að gefa mér smá tíma til að gera hluti heima hjá mér eins og að mála stofuna og svoleiðis hluti sem þarf að gera til að viðhalda fasteigninni. Maður hefur ekki mikið gert upp á síðkastið en það hefur bara verið mikið að gera.

Maður ársins að mínu mati hér heima er forsetinn okkar fyrir að samþykkja ekki fjölmiðlalögin. Ekki maður ársins er Davíð fyrir að hafa farið hamförum í dónaskapi á árinu.
Eftirminnilegasta komment ársins er: Gunga og drusla
Ég ætla að hugsa um tónslistarlista ársins meðan ég tek göngutúr í frostinu..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home