Allt og ekkert....
Vá ég hef ekkert skrifað í marga mánuði. Helgin var fín og við höfðum það mjög gott í hlíðunum. Fórum í sundið okkar eins og venjulega og ég er ekki frá því að 1/4 af nýju laugardalslauginni sé í eyrunum á mér, hef verið eitthvað skrýtinn eftir þetta. Kannski er ég með einhverja flensu í eyrunum. Ég hraut eins og fakír með fuglaflensu í nótt og þurfti að fara fram í stofu um fjögur leytið svo að fólk í kringum mig gæti sofið. Veit ekki hvort að ég hef vakið þá sem að voru hinumegin í húsinu þegar að ég færði mig en þá hafa allir fengið jafnmikinn eða lítinn svefn. Uppstoppaður af kvefi en það skal ekki leggja mig því að ég hef ekki tíma og fremur en allt þá nenni ég því ekki. Ekkert sorglegra en eitthvað miðjuþóf í flensurugli.
Þurfti að taka fjarkann í morgun þar sem Opel neitaði að fara í gang, skrýtið sem þetta er. Ég verð sennilega að leggja hann inn til að sjá hvað er að honum. Nenni ekki í uppskurð þar sem að ég fékk nóg af bílaviðgerðum á yngri árum. Helst vill ég ekkert opna húdd á bílum nema í mesta lagi að tékka á olíu.
Þusaðist í þrjá tíma í skólanum í gær og það var fróðlegt eins og venjulega, lærði þó ekkert um magann á beljum í þetta skiptið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home