Kuldinnnnnnnnn.
Esjan er bæði sjúkleg og geðbiluð að sjá í dag, snjórinn og birtan frá sólinni lýsa hana upp þannig að hún er sem vel slípaður demantur. Það væri himneskt að geta stungið af úr vinnu og labbað upp á topp. Fyrir utan gluggann er 10 stiga frost sem er glettilega kallt. Liðirnir eru vel stífir og nefið vel rautt og blátt eftir að hafa gengið smá utandyra. Það verður þó ekki af óskhyggju minni og ég verð að vinna og vinna og vinna aðeins meira.
Í kvöld er það svo ALIAS, eitthvað til að hlakka til. Ég sá að óveður er í Skandinavíu og ég vona að félagar mínir þar hafi það gott einhversstaðar innandyra með kaffivélina nálægt sér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home