11/09/2004

Helgin........

Hef haft það súper gott síðustu daga, Föstudaginn var á þá leið að ég fór úr vinnu klukkan fimm og henti mér í hlaupagallan og tók 5 km í brjáluðu hvassviðri, það var eitthvað furðulega gott við að hlaupa í myrkri nálægt sjónum og standa næstum í stað sökum veðurs. Eftir þetta skellti ég mér á Sólon og fékk mér risotto og las blað. Sund og gufubað tók síðan við eftir þetta og ég var orðin eins og nýji þúsundkallinn.

Laugardagurinn var önnur eins snilld, við skelltum okkur út að borða með Kristjáni og Dagný, svo var farið og spilað fram á nótt. Strengir í maganum eftir hláturinn á þeim bænum, þetta eru snillingar. Sunnudagurinn var svo lærdómur og kringlan, verslað í matinn og eldað. Mikil snilld sem þessi helgi var.

Nú er kominn þriðjudagur og ég er á haus í vinnu og skóla eins og venjulega, gremjulega gaman að sjálfssögðu, það vantar ekki.

Það er tilhlökkunarefni að vita af fríi bráðlega, þó það sé bara skólinn. Verð að fara klára þetta svo að ég haldi heilsu (geð).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home