11/24/2004

Dekkjastríðið..

Ég lagði af stað í vinnu í gærmorgun án vitneskju um bruna í dekkjahrúgu í nágrenni við bústað borgarstjórans okkar nýja. Auðvitað brunaði ég í átt að Sæbrautinni og var stöðvaður með bendingum frá ekki svo handalöngum lögreglumönnum (kona+karl). Minni á meðalstærð sænskra lögreglumanna sem er 2,05 m. Ekki málið þannig lagað nema að ekkert var reynt að gera til að auðvelda hundruðum einstkaklinga sem voru á leið í vinnu, frekar en fyrri daginn.
Það er ekkert sjálgefið að maður sé með stillt á öryggisútvarp okkar landsmanna, Tvíhöfði minntist ekkert á þetta þannig að ég vissi ekki hvort að skip hefði verið sprengt upp eða hundruðir liðsmanna Al-qaeda væru komnir á fund við Björn B til að biðja hann að slaka á því við værum ekki næstir í röðinni.
Hvað um það, ég komst loksins í vinnu og gat óhræddur opnað concorde og farið að vinna og engin lykt af brennandi dekkjum hrjáði mig. Kveikti á sjónvarpinu í hádeginu til að sjá hvað væri að gerast í stöðunni 3-2 fyrir brennandi dekk og sá þá viðtal við núverandi borgarstjóra. Ég hef skyndilega fyrirgefið fyrrverandi borgarstjóra fyrir allar hans misgjörðir og stefni að því að gefa honum bensín eða aflátsbréf ef hann kemur aftur. Maður má skipta um skoðun.
Ég þurfti að flytja fyrirlestur í skólanum í gær og það gekk nokkuð vel, ég er langt komin með verkefnin en samt þarf síðasta skorpan að vera grimm. Maður lifandi hvað verður gaman þegar þetta verður búið. The man who sold the world, það er eitthvað ofur þegar að hæstu tónar gítarsólósins hljóma.
Dagurinn er þéttur og veðrið er fínt, ég hef ekkert verið að hreyfa mig og af þess sökum er ég að sofa illa og er með þreytu í hvirflinum, kaffi og diet coke kemur manni visst langt en það er eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Lausnin felst ekki í meiri svefni heldur meiri hreyfingu sagði mátturinn við mig i morgun. Ég stóð mig vel um daginn þegar að ég las næstum öll hlutverk í heilli star wars mynd fyrir frændur hennar Hjördísar, ekki það að ég elska Star Wars hvort eð er, ekki skemmdi fyrir að mikið af senunum í þessari mynd voru teknar upp í Túnis.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home