11/17/2004

Dagurinn.

Gerði heiðarlega tilraun í morgun þar sem að Opel vantar nagladekk undir sig. Ég gafst upp eftir einn og hálfan klukkutíma í röð, ekki sáttur við þetta dæmi. En á þessum tíma í röðinni þá talaði ég við Gumma í Osló, hann nokkuð sáttur og brjálað að gera í kvikmyndabransanum. Það er gott að heyra að flestum gangi vel.
Ég er með svo mikið af verkefnum sem þarf að klára fyrir des að það er ekki fyndið, þetta verður maraþonið mikla næstu daga. Annars er ekkert að frétta þannig lagað. Keypti Mazzive attack disk til að komast á annað tilverustig svo að ég drepist ekki úr leiðindum um leið og ég er að vinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home