11/12/2004

Dagurinn..

Hámörk dagsins eru ekki annað en spurningar um hvort að tími sé fyrir vetrardekk, eða ekki. Einhverjir eru að spá í kennara og aðrir í útför Arafats. Ég er hinsvegar að spá í hvort betra sé að vera fyrsta eða önnur flauta í Sinfóníunni. Alias þátturinn í gær var svo æsispennandi, ég var við það að missa vitið. Það er alveg óhugsandi að bíða í eina viku eftir næsta þætti, þetta er of mikið af því góða. Annars er ég alltaf að bíða eftir að fá hringingu og boð um að vera laufskálagestur, annars fékk ég tvö símtöl í gær.... Buxurnar eru loksins komnar í Útilíf og svo var ég boðaður í sjósund til móts við forseta Íslands... Ég er ekki tilbúin í að synda í 6 gráðu heitum sjó núna, samt gott boð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home