11/01/2004

Dagurinn........

Nú er 1. nóvember 2004, getur einhver bent mér á hvað varð um síðustu mánuði. Ég trúi ekki að einn mánuður sé í próf, fjórar vikur, 30 dagar, þetta er ótrúlegt.

Dagurinn í dag var heldur tíðindalaus þó svo hann hafi verið fínn, vinna, hlaup, matur skóli og einhver símtöl. Þarf að passa mig á að vera agaður næstu vikur án þess að missa vitið, þ.e að vitið renni til og ég fari að svara með skætingi. Fann það í dag að ég hef ekki endalausa þolinmæði gagnvart fólki sem vill vera í vindmyllubardögum fram eftir öllum aldri, þessi þolinmæði er samt til í formi þess sem kallast þroski og að vita betur án þess að þurfa að láta það uppi.

Í fréttum er svo lítið að kannski er best að segja frá því að Peugeotin er að fara í skoðun og hressingu á morgun klukkan átta, ekki fréttnæmara en eldgos en frekar eitthvað sem að bíllinn vill lesa um.

Ég er að byrja á stóru verkefni um heimilisofbeldi og mig kvíður aðeins fyrir því að hella mér í það sökum þess hversu skuggalegt þetta málefni er. Þetta er svo algengt að fáir gera sér fullkomlega grein fyrir því. En hvað um það ég verð að leggjast yfir þetta.

Ég og Hjördís höfum það rosalega gott og vorum eins og samlokur alla helgina, eftir laugardagssteikina settum við disk í græjurnar og skemmtum okkar stórkostlega við það að rifja upp S.H draum og þá snilldar tónlist sem að þeir gerðu. Þvílík snilld sem að þessi tónlist er, textar ekki af verri endanum eins og "ég er trúboði frá Salt Lake City og boða heimsendi í Breiðholti,, ...
Þetta er platan..
S.H.DRAUMUR - ALLT HEILA KLABBIÐ CD Gefið út 1993 í 1000 eintökum. Uppselt.

Mikið af efninu kemur meðal annars af plötunni Goð sem að er í boði til niðurhals á síðunni hans Gunna.

Jæja það er kominn háttatími, verð að sofa til að virka, ef að ég virka ekki þá sofna ég............................

Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home