Dagurinn og gærkveldið...
Er búin að vera að læra í morgun og svo er stefnan sett á að laga til á heimilinu sem ég hef varla séð síðustu daga. Gat ekki sofið fyrir öskrum í ísskápnum sem er gjörsamlega tómur. Það verður gerð út ferð til að bjarga því. Hló mig máttlausan í gærkveldi þegar að ég spjallaði við félaga minn í Stokkhólmi og við fórum yfir víðan völl brandaraflórunnar sem við eigum eftir eins árs samvistir á skrifstofu þar í borg.
Ég fór í svona all you can eat, all you can drink in three hours veislu í gær og það sannaði kenningar mínar um stjórnleysi landans. Ég fór svo í heitan pott og heimsótti mína andlegu miðstöð á hjara veraldar, suddalega gott. Ég átti stutt spjall við hinn ótrúlega 79 ára gamla langhlaupara í pottinum, það var þó einungis sökum þess að ég vildi fá eitthvað annað umræðuefni en hvernig svitaholur rjúpunar virka. Ég spurði hvað hann væri nú orðinn gamall og hann sagðist vera tæplega hundrað ára til að byrja með en ég náði að fá nákvæmari tölu eins og kom fram hér áðan.
Hjördís var sett í pössun hjá frænku sinni þar sem hún fékk að slaka á og hafa það gott.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home