9/16/2004

Veðrið í andlitinu.

Minni á lagið Stormy Weather með Pixies, gjörsamlega vanmetið lag. Minni á að það var stormy weather í RVK í nótt, gjörsamlega vanmetið. Ég er samt sáttur við loftslagið og veðurfarið á Íslandi eftir að hafa komist í kynni við hita dauðans í sumar. Maður getur farið í úlpuna og sett á sig húfuna og brosað í gegnum tárin sem að renna niður kinnarnar sökum vindsins. Fínt er samt að hafa áskipaða stöðu sem karlmaður vegna þess að þá þarf maður ekki að vera búin með maskarafræði 103 og 203 til að vita hvernig maður á ekki að líta út eins og djöfladýrkandi eftir að labba í rigningu. Ég veit nú samt nokkuð um maskara og svoleiðis sökum þess að ég er stundum tekinn með í leiðangra sem gerðir eru út af Hjördísi. Kannski liti ég út fyrir að vera 200 ára ef að ég notaði ekki snyrtivörur frá Lancome.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home