Útvarpið.
Einn ónefndur dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni fer svolítið í taugarnar á mér. Ívar (slanguryrði yfir fólk sem að er fast í tímabilinu 1980-1990) skulum við kalla hann. Hvernig er hægt að gera þetta í þeirri samkeppni sem að er á fjölmiðlamarkaðnum. Hvernig væri að fá einhvern sem að veit hvað er að gerast í tónlist í dag. Óli Palli ( slanguryrði yfir einstakling sem að er ekki fastur í ákveðnu tímabili) er alveg frábær á Rás 2 ar sem að hann gefur öllu séns og fylgist mjög vel með. Svona á þetta að vera. Rás 2 er samt ekki sloppinn, það eru einstaklingar þar sem að mætti alveg fara að setja á bekkinn. Gestur Einar ( slanguryrði yfir sinstakling sem er fastur í fornöld) mætti alveg prófa að setja nýjan disk í spilarann. Kannski er málið það að engin hefur sýnt honum að það er uppfinning sem að kallast í daglegu máli geislaspilari. Lísa Páls er fín en, ég endurtek en, það mætti fara að prófa nýtt fólk. Ég er ekki að setja út á fólkið sem slíkt heldur hvernig það sinnir starfi sínu á öldum ljósvakans, ekki misskilja mig þó að það sé furðu einfalt.
Ég hlusta stundum á Tvíhöfða á leiðinni í vinnunna, stundum væri ég til í að þurfa að keyra lengri leið en stundum er það öfugt. Ég hló mig máttlausan í morgun þegar að þeir voru að rugla um ýmsa hluti. Það er ríflegt að hlusta á þá í tíu mínútur á dag, það er nóg. Annars er ég ekki mikill útvarpskall en ég hef mínar skoðanir. Ég og Hjördís vorum mikið að ferðast í sumar og hlustuðum þá alltaf á Rás 2 og það er nokkuð sterk dagskrá þar. Þættir eins og Geymt en ekki gleymt eru alveg frábærir. Það er einfaldlega gaman að heyra hvernig saga og gerð ýmissa íslenskra platna fór fram. Heyrði til dæmis umfjöllun um plötu sem að Jakob Frímann Magnússon ( slanguryrði yfir íslenska tónlistasnillinga) gerði einhverntímann fyrir löngu síðan. Þar kom í ljós að hann hefur verið að gera snilldarhluti sem að íslendingar voru bara ekki tilbúnir fyrir, hefðu kannski orðið það ef að hann hefði orðið alvöru frægur eins og var staðreynd í tilviki Bjarkar Guðmundsdóttur. En hvað með það, dagsrkáin á Rás 2 er nokkuð sterk, það er það sem að ég ætlaði að segja, áfram Rás 2. Ég ætla ekki að rífa FM 95,7 í mig núna vegna þess að ég er í fínu skapi. Ef að einhver segir að þetta sé alvöru stöð þá má hinn sami reyna að sannfæra mig um það en það er bara ekki séns. Létt FM er mjög létt grænmeti fyrir grænmeti.
Ég hlusta stundum á Tvíhöfða á leiðinni í vinnunna, stundum væri ég til í að þurfa að keyra lengri leið en stundum er það öfugt. Ég hló mig máttlausan í morgun þegar að þeir voru að rugla um ýmsa hluti. Það er ríflegt að hlusta á þá í tíu mínútur á dag, það er nóg. Annars er ég ekki mikill útvarpskall en ég hef mínar skoðanir. Ég og Hjördís vorum mikið að ferðast í sumar og hlustuðum þá alltaf á Rás 2 og það er nokkuð sterk dagskrá þar. Þættir eins og Geymt en ekki gleymt eru alveg frábærir. Það er einfaldlega gaman að heyra hvernig saga og gerð ýmissa íslenskra platna fór fram. Heyrði til dæmis umfjöllun um plötu sem að Jakob Frímann Magnússon ( slanguryrði yfir íslenska tónlistasnillinga) gerði einhverntímann fyrir löngu síðan. Þar kom í ljós að hann hefur verið að gera snilldarhluti sem að íslendingar voru bara ekki tilbúnir fyrir, hefðu kannski orðið það ef að hann hefði orðið alvöru frægur eins og var staðreynd í tilviki Bjarkar Guðmundsdóttur. En hvað með það, dagsrkáin á Rás 2 er nokkuð sterk, það er það sem að ég ætlaði að segja, áfram Rás 2. Ég ætla ekki að rífa FM 95,7 í mig núna vegna þess að ég er í fínu skapi. Ef að einhver segir að þetta sé alvöru stöð þá má hinn sami reyna að sannfæra mig um það en það er bara ekki séns. Létt FM er mjög létt grænmeti fyrir grænmeti.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home