Super size helgi....
Helgin hefur verið fín, lærdómur á morgnanna og dund á daginn. Fór í billiard með Frikka seinnipartinn í gær og þaðan að versla í matinn. Ég og Hjördís slökuðum á eftir góðan mat og horfðum á Killing fields. Í dag fórum við í bæin og fengum okkur kaffi á súfistanum. Jú guð minn góður, fórum að sjá Super size me..... Mér varð óglatt eftir korter, hvað er að gerast í Bandaríkjunum. Börnin í skólunum eru að synda í djúpsteikingarpottum og fá að gúffa í sig allan djöfulinn í mötuneytum skólanna. Hvernig getur peningamaskínan komist svona langt án þess að ekkert sé aðhafst í málunum. Ég skal ekki trúa því að það sé hægt að heilaþvo foreldra með einhverju kjaftæði um að þetta sé gott fyrir þau því að þau læra að velja það sem að er gott fyrir þau. Átakakenningar segja að hugmyndir valdamestu stéttarinnar séu þær sem að njóti mestrar viðurkenningar og með því er hægt að réttmæta efnahagslega hagsmuni en common getur þetta verið svona andskoti yfirgengilegt. Læknarnir sem að sáu um einstaklinginn sem að borðaði einungis á Mc Donalds trúði ekki sjáfir hvað hann var að fara illa með sig. Þetta var rosalegt óhóf að sjálfssögðu en þetta var forvitninlegt og gott að einhverjir þarna úti séu tilbúnir að leggja sig í líshættu til að sýna fram á hvað er verið að mata fólk með mikilli vitleysu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home