9/23/2004

Sænski skatturinn........

Hringdi til Stokkhólms áðan og spjallaði við konu hjá sænska skattinum. Það er ótrúlegt hvað maður fær alltaf góða þjónustu í þessu batterií sem að sænski skatturinn er. Man eftir því að ég var að sækja eitthvað vottorð þarna á sínum tíma og sá að ég var skráður sem breskur ríkisborgari eða eitthvað á þá leið, ég fór aftur og bað um leiðréttingu og maðurinn sem að gerði mistökin kom alla leið niður úr byggingunni og fór að spjalla við mig um heima og geima. Svo baðst hann afsökunar og lét mig hafa nýjan pappír og sagði mér að eiga hinn ef að ég vildi vera breskur ríkisborgari á pappírunum. Þetta er ekki svona hér og það mun aldrei verða svona hér. Annars er brjálað að gera hjá mér og ég er kominn upp aftur í hjartslættinum. Er samt glaður og sáttur við lífið og Frikki sagði mér að efnið í hringinn minn sé komið og hann er að fara að byrja á honum. Ég er ekki sáttur við að hafa ekki hringinn minn og þessi hringur mun verða límdur á mig for the rest og my life.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home