9/29/2004

Reykjavík klukkan 04:45

Klukkan tæplega fimm í morgun áttu sér stað nokkrir atburðir í Reykjavík. Í fyrsta lagi þá var nágranni minn að elda sér mat í eldhúsi mömmu sinnar, hann var greinilega vel í glasi eftir að hafa verið á trúnaðarskeiði með einhverjum vini sínum í Polo bifreið. Ég stóð á BSÍ og kvaddi eiginkonu mína sem að hvarf upp í rútu sem að hélt af stað til Keflavíkurflugvallar. Stuttu seinna var maður staddur fyrir BSÍ og hvæsti á mig fyrir að leggja bílnum á vitlausan stað. Það sem að sá einstaklingur hafði upp úr krafsinu var bros á orða frá mér. Hann hefði kannski fengið einhver viðskipti í sjoppunni sinni frá mér ef að hann hefði ekki blásið svona úr nös. Það hefur aldrei borgað sig að blása úr nös svona snemma að morgni.
Hjördís er farinn til Osló í nokkra daga þar sem að hún mun blanda saman vinnu og skemmtun eða eitthvað á þá leið. Alltaf skrýtið þegar að hún fer og ég skilinn einn eftir heima. Betra að hafa hana heima öllum stundum. Mér var boðið að koma með en ég hef ekki tíma til þess og ég hef því ráðið staðgengil sem að getur farið með henni í veislur ef að hún vill. Gott að eiga kunnigja út um allt sem að geta haldið uppi fjöri ef að þess þarf. Gummi er í Osló og reddar þessu því að hann er snillingur.
Annars er ég ferskur og heyrði í félaga mínum í Stokkhólmi í gær, mikil snilld. Þessi drengur er algjör öðlingur sem veit allt um allt.....ég er heppinn að eiga góða að.....
Nú ætla ég að fara að borða....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home