9/20/2004

Mánudagur.........

Dagurinn hefur rúllað fínt. Ekki mikið að gera í vinnunni en samt alveg nóg miðað við mánudag. Ég fór að hlaupa seinni partinn og rúllaði inn rúmlega fimm km í nokkuð erfiðu hlaupi. Ég er allur að koma til í þessu. Ég fór síðan í skólann og leyfði vöðvunum að slaka á í spæsnkukennslu. Ég held að þreyttir vöðvar fíli það að heyra spænsku talaða. Úbbss ef að það er ekki Kalli sem er að syngja somewhere over the rainbow í auglýsingu frá umferðarstofu þá látið mig vita. Hvar var ég, jú vöðvar í spænsku. Ég semsagt átti fínan klukkutíma í skólanum og fór svo heim og borðaði salat með beyglu sökum þess að verlslunarferð mín um helgina endaði með því að ég keypti upp allt salatið í Nóatúni. Ástæðan fyrir þessu er ekki kunn en það er ekki aðalatriðið, salatið var gott. Er ekki frá því að það hafi verið ostur og malakoff þarna líka. Núna er ég á netinu að reyna að finna eitthvað sniðugt til að skrifa ritgerð um. Ég þarf að skrifa einhverja biblíu um eitthvað og skila því á flutningabíl með lyftu sökum stærðarinnar. Hjördís er að horfa á Vestur álmuna í kassanum og virðist vera sátt við þetta allt saman.
Það er margra klukkutíma svefn sem að ég þarf að klára til þess að komast aftur í vinnunna, ætti að fara létt með það. Þangað til vona ég að þið hafið það gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home