9/22/2004

Landsliðið okkar.

Settist niður með einum sjötugum í hádeginu og krafðist svara við nokkrum spurningum. Ég spurði hann hvort að það hefði alltaf verið svona mikil spilling í pólitíkinni. Málið er það að hann hefur fylgst með fréttum í rúmlega 50 ár þannig að það telur aðeins. Hann sagði að þetta hefði alltaf verið svona en það væri bara meira talað um hlutina núna. Áður þorðu menn ekki að segja neitt sökum þess að þeir getu lent illa í því.
Þetta er ágætt að heyra en ég hef samt visst óþol fyrir hópi stuttbuxna stráka með uppréttar hendur sem að eru hættulega langt til hægri á leikvellinum. Í boltanum þá verður miðjan að vera sterk og ef að menn eru hættulegir á kantinum hvort sem að það er vinstri eða hægri kantur þá geta þeir hinir sömu valdið ursla ef að ekki er fylgst með þeim. Þeir geta raunverulega verið hættulegir í leiknum og geta gert út af við leikinn ef að þeir komast of langt. Það er bara erfitt að eiga við þetta þegar að landsliðþjálfarinn er búin að vera of lengi við völd, þá reyna menn að ganga í augun á honum til að fá öruggt sæti í liðinu. Sem betur fer getum við kosið í þetta landslið en það er samt ekki gott ef að leikmenn sparka sandi í augun á kjósendum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home