9/02/2004

Húðsjúkdómalæknirinn

Ég fór áðan til húðsjúkdómalæknis. Þetta var mikil skemmtiför þar sem að ég vildi láta tékka á því hvort að ég væri dauðvona sökum sólarljóssins. Ég var látin fara úr öllum fötum og var skoðaður í 1 mínútu og 12 sekúndur, sennilega nýtt met þarna. Það kom ekkert í ljós en ég var látinn borga pening fyrir strippið. Af hverju var mér ekki borgað fyrir að fara úr fötunum, ég skil þetta ekki.

Já ertu mikið í sól?
Nei ekkert rosalega en ég reyni að vera alltaf með sólvörn.
Já hvað sterka?
25 sagði ég…
Já það er ekki nógu gott, þú þarft að vera með sólvörn númer 100.

Ég spyr nú bara hvort að það sé til. Hvernig er að vera með vörn númer 100. Makar maður á sig tjöru eða hvað. Það eru meiri líkur á því að læknirinn fái kvilla sökum ístrunar heldur en að ég fái krabbamein úr sólinni eins og staðan er núna. Ég var ekkert að segja honum að éta bara gúrku og sneiða hjá stöðum eins og Mc Donalds of Burger King.
Nei , nei, það er fínt að láta tékka á þessu en mér finnst þetta pínu öfgafullt að mega ekki sjá dagsljósið án þess að vera með slæðu.
Annars er ég afar duglegur að reyna að brenna aldrei í sól og það hefur gengið ágætlega hingað til.
Ég er ennþá að reyna að vakna eftir sumarfrí en það gengur ekkert ofvel. Ég er byrjaður í skólanum á fullu og er að byrja að læra spænsku, það finnst mér erfitt. Svo er ég í sögu og félagsfræði. Áfanginn í félagsfræði er magnaður þar sem að afbrotafræði eru skoðuð ofan í kjölinn. Þetta verður pínu strembið en allt í lagi. Ég hef ekkert heyrt af giftingarhringnum mínum en held samt í vonina að hann komi í leitirnar. Þangað til hafið það sem best……….

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home