Hljómsveitirnar..
Var að hlusta á útvarpið þegar að ég krúsaði í skólann. Lag hljómaði með Libertines og ég fór að spá. Niðurstaðan er sú að umrætt band ásamt The Hives, The Strokes mega alveg gleyma sér.
Seinna krúsaði ég með DVD fjallið sem að Hjördís glápti á í gær og þá hljómaði lag með Muse í útvarpinu og ég fór að spá. Niðurstaðan er sú að þeir fá verðlaun fyrir tónsmíðar frá mér sökum þess að þeir eru algjörir snillingar. Það þarf ekki að taka það fram að þetta er svona og engu fær því breytt. Gítarsóló fengu ekki leyfi til að koma aftur fyrr en að þeir komu með slíkt á nýjustu plötu sinni. Ef að þið heyrið gítarsóló í lagi sem að samið var á tímabilinu 1994-2003 þá er það eitthvað skrýtið lið sem að stendur á bakvið það, og ekki kaupa þá tónlist.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home