9/13/2004

Helgin...

Helgin leið eins og fjölveiðiskip í mokandi fiskeríi, fljótt og örugglega og leikendur skemmtu sér konunglega. Við dunduðum okkur bara og höfðum það gott. Ég var nokkuð duglegur að læra og veitir heldur ekkert af. Fórum að sjá Terminal í gær og þetta er fínasta afþreying, falleg saga sem að engum getur leiðst nema að hann sé bara leiðinglegur sjálfur. Það sem að var áhugavert er það að flugstöðin í myndinni var leiksvið þ.e þetta var allt saman byggt fyrir þessa mynd þar sem að útilokað er að fá að taka upp heila kvikmynd á einhverjum stórum flugvelli sem er í fullri notkun. Tom Hanks sýndi góðan leik í þessari mynd eins og oft áður. Ég vill ekki vera í hlutverki bíó rýnis en varð að segja aðeins frá þessu.
Helgin spilaðist semsagt á einföldu tempói sem að er þægilegt. Það er ekki gott að vera með fullhlaðna dagskrá fyrirfram þegar að öll önnur dagskrá er á þá leið. Þegar að U2 gerðu myndbandið við lagið One þá notuðu þeir hugmynd sem að gekk út á að hafa myndbandið sem einfaldast áhorfnar. Ef að myndbandið er skoðað þá eru buffalóar að hlaupa og þetta er sýnt hægt með litlum sem engum lit. Þetta er svipað og að glápa á eld í arin, algjörlega auðmelt fyrir höfuðið. Hvað er ég að segja hérna, ég er næstum búin að missa þráðinn hér. Helgin var góð.
Ég fer í skólann í kvöld og stefni á að fara að hlaupa með Hjördísi á undan..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home