9/05/2004

Helgin í stuði með Hjördísi...

Jæja halló, við erum í stuði. Það var snilld að fara og borða Sushi á fösudagskvöldið. Frikki og Þórgunnur léku á alls oddi og við skemmtum okkur vel. Maður var að vísu orðin syfjaður snemma en það er allt í lagi. Í gær var ég afar duglegur og vaknaði klukkutíma á undan vekjaraklukkunni og var farin að læra upp úr klukkan átta. Við fórum í sund eftir hádegi og þaðan á þjóminjasafnið. Það var gaman að skoða þarna en ég var ekki sáttur við kaffiaðstöðuna þarna, þetta var svolítið mötuneytislegt. Maður er orðin kröfuharður eftir að hafa farið á nokkur söfn en þegar að verið er að eyða miklum peningum í þetta þá er allt í lagi að hafa góða aðstöðu til að fá sér kaffi og svona.
Við fórum svo að versla í matinn og fórum heim. Við fórum og rúntuðum aðeins um borgina í gærkveldi og leigðum okkur svo mynd. Fínasti dagur verð ég að segja. Núna erum við að fara í mat til Önnu, Vidda og Co, það verður fínt að fá alvöru kjötsúpu. Annars ekkert nema gott að frétta af okkur þar sem að við höfum skemmt hvoru öðru um helgina og líðanin er góð. Ég er að reyna að koma mér í form þessa daganna þar sem að formið varð eftir í hitanum í Túnis. Bölvaður dónaskapur að stela þrekinu frá manni þar sem að ekkert aðvelt er að byggja það upp.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home