9/21/2004

Draumarnir....

Hvað hefur verið að gerast. er ennþá í innlendu fréttabindindi. Það hlýtur þó að vera kennaraverkfall því að ég var á fundi í hádeginu á aðalskrifstofunni og meðaldur starfsmanna var sennilega komin niður í 12 ár. Fullt af litlum einstaklingum hlupu um með pappíra og græjur. Kannski er þetta einhver ný starfsmannastefna en þetta leit allavega skemmtilega út. Frétti að það væri kominn nýr forsætisráðherra en það hlýtur að vera lygasaga, það skal engin segja mér að Davíð sé farinn að gera eitthvað annað. Man ekki hvort að mig dreymdi að Davíð hefði skipað ungan hugsjónarmann sinn í embætti aðstoðarmanns Umhverfisráðherra, svo allt muni fara í réttan farveg. Svo heyrði ég að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í vandæðum með að finna einstakling til að skipa réttan mann í hæstarétt. Hlýtur að vera erfitt að standa frammi fyrir svona erfiðum málum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home